Eitt hús eftir til sölu í Hrafnalandi

GÓÐUR GANGUR ER Í FRAMKVÆMDUM Í HÁLÖNDUM. EINS OG FRAM HEFUR KOMIÐ Á HEIMASÍÐUNNI, ÞÁ VORU REIST OG SELD 14 ORLOFSHÚS VIÐ GÖTUNA HRÍMLAND Á ÁRUNUM 2013 TIL 2014.

Góður gangur er í framkvæmdum í Hálöndum. Eins og fram hefur komið á heimasíðunni, þá voru reist og seld 14 orlofshús við götuna Hrímland á árunum 2013 til 2014. Árið 2015 hófust framkvæmdir við 12 hús við götuna Hrafnaland. Nú hafa 11 af þessum tólf orlofshúsum verið seld og þar af hafa 8 verið afhent. Eitt hús er enn til sölu sem verður til afhendingar í sumar en það er Hrafnaland 1. Síðar á þessu ári eru fyrirhugðar gatnaframkvæmdir við Holtaland en þar munu rísa 12 orlofshús síðar á þessu ári og fram á það næsta.