Til sölu
Glæsileg orlofshús íHlíðarfjalli
Hálönd Akureyri
Í Hálöndum hefur SS Byggir þegar afhent 52 orlofshús til ánægðra viðskiptavina. Árið 2021 munu standa yfir framkvæmdir við 15 orlofshús til viðbótar sem verða til afhendingar veturinn 2021/2022. Þau orlofshús eru þegar seld. Vorið 2022 er áætlað að hefja framkvæmdir við næsta fasa uppbyggingar í Hálöndum. Upplýsingar um þau orlofshús verða kynntar síðar á árinu 2021. Til þess að fylgjast með framvindu næsta fasa geta áhugasamir skráð sig á póstlista með því að senda tölvupóst á ssbyggir(hjá)ssbyggir.is

Innréttingar og innihurðir eru
Tak-innréttingar

Loftskiptikerfi -nýjung á markaði!
- Sjálfstætt lofskiptikerfi er í öllum nýjum orlofshúsum.
- Loftskiptikerfið hitar ferskt loft með varma loftsins sem kerfið dregur út út húsunum.
- Tryggir jöfn og góð loftskipti allt árið um kring, óháð veðri og vindum.
- Bætir gæði og heilbrigði lofts verulega.
- Minnkar ryk.
- Lækkar rekstrarkostnað.
Gluggar og hurðir


Nánari lýsing:
Loftskiptikerfi – nýjung á markaði, sjálfstætt loftskiptikerfi er í orlofshúsunum í 3. áfanga.
Gólfefni - öll gólf húsanna eru flísalögð með sterkum keramik-flísum með parketmunstri.
Innréttingar - sérsmíðaðar TAK-innréttingar og innihurðir eru í öllum húsunum.
Fibo-plötur eru á veggjum baðherbergis.
Uni-drain niðurfall er í sturtu.
Heitur pottur (Blómaskel frá Trefjum) er fulltengdur og tilbúinn til notkunar í pottrými.
Húsið er einangrað að utan og klætt með viðhaldslitlum klæðningum.
Ál-tré gluggar eru í húsinu.
Snjóbræðslukerfi er lagt í stétt og sólpall.
Malbikað bílastæði fyrir tvo bíla fylgir hverju húsi.
Ítarleg handbók fylgir öllum orlofshúsunum.
