SS reiturinn í Hagahverfi. SS Byggir ehf hefur fengið úthlutað reit í Hagahverfi þar sem gert er ráð fyrir byggingu sex fjölbýlishúsa. Byggingarreiturinn afmarkast af Kristjánshaga, Elísabetarhaga, Kjarnagötu og Davíðshaga.
Fjölbýlishúsin munu standa þannig á reitnum að skjólgóð baklóð myndast. SS Byggir ehf hefur áhuga á, ef tilskilin leyfi fást, að reisa sameiginlegt leiksvæði með litlum sparkvelli, yfirbyggðu leikjahúsi o.fl. á baklóðinni. Einnig gera áætlanir fyrirtækisins ráð fyrir að það komi snjóbræðslukerfi í göngustíg hringinn í kringum reitinn.
Fyrsta húsið - Kristjánshagi 2.
Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta húsið af sex. Húsið er þriggja hæða og í því eru 23 íbúðir. Undir hluta hússins er kjallari og þar eru bæði sér – og sameiginlegar geymslur. Lyfta hússins gengur niður í kjallara en norðan á húsinu er rampur fyrir hjól og vagna.