Raðhús

Kristjánshagi 23

Um eignina

Skilalýsing 

SS Byggir ehf kynnir 4ra herbergja raðhúsíbúðir með bílskúr við Kristjánshaga í Hagahverfi á Akureyri. 

Skilalýsing þessi er hluti af kaupsamningi íbúða í Kristjánshaga 15-27. Upplýsingar í skilalýsingu geta breyst á byggingartíma. Leitast verður við að halda a.m.k. sambærilegum gæðum byggingarhluta og íhluta, breytist þeir á byggingartíma.  

Byggingaraðili 

SS Byggir ehf. hefur starfað í byggingariðnaði síðan 1978 og hafa verkefni fyrirtækisins verið margvísleg. Fyrirtækið vinnur með gæðakerfið Ajour-system. Stefna fyrirtækisins er að skila góðu verki og að eiga gott samstarf við kaupendur. 

Hönnun 

Hönnun raðhúsanna er unnin af Haraldi Árnasyni hjá TGT HÚS ehf. 

Raðhúsin eru tvö, fjögurra íbúða hús við Kristjánshaga 15 – 21 og þriggja íbúða hús við Kristjánshaga 23 -27. Íbúðirnar eru allar 4ra herbergja með bílskúr. Hver íbúð samanstendur af forstofu, baðherbergi/þvottahúsi, eldhúsistofu, þremur svefnherbergjum og bílskúr/geymslu.  

Útveggir 

Útveggir eru úr krosslímdu timbri (CLT) og einangraðir að utan með 100mm steinullareinangrun (150 kg/m3), og að lokum klæddir með sléttri álklæðningu. Litir útveggja eru hvítir (AL-6015) og rauðbrúnir að lit (Ral 8023). Að innan eru útveggir klæddir gipsispartlaðir og málaðir í ljósum lit.  

Þak 

Þakplata er úr 150mm krosslímdu timbri (CLT), rakavarnarlagi og einangrað að ofan með 150mm plasteinangrun (17kg/m3) ásamt 30mm (150kg/m3) harðpressaða steinull. 

Þakið er klætt að ofan með þakpappa (flokkur T) sem er skrúfaður fastur niður í timbur.  Þakbrúnir og þakkantar eru klæddir álflasningum. Þakrennur og niðurföll eru utanáliggjandi í hvítum lit.  

Gólf & Loft 

Grunnplata er úr 120mm steinsteypu, einangruð að neðan með 100mm plasteinangrun (24kg/m3). Ofan á steypt gólf er flísalagt í blautrýmum en önnur gólf íbúðar eru lögð vínyl-parketi. Í bílgeymslu eru gólf lökkuð. Öll loft nema í baðherbergi og bílgeymslu eru tekin niður með timbur-/blikkgrind. Öll loft eru klædd hljóðdempandi loftaplötum, hvítum að lit. Yfir anddyri er niðurtekið loft (fyrir loftræsisamst.) sem gert úr 100mm krosslímdu timbri (CLT). 

Innveggir, Innihurðir & Innréttingar 

Innveggir eru gerðir úr 100mm krosslímdu timbri (CLT) og klæddir einföldum gipsplötum (blautgips í blautrýmum) beggja vegna: Gipsplötur eru spartlaðar og málaðar 

Innréttingar og skápar: Yfirborð innréttinga og innihurða er úr harðplasti ýmist með viðaráferð eða í grúm lit. Innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Skápar koma þar sem teikningar sýna. Harðplast er á borðplötum. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, keramik helluborð og vifta. Einnig innbyggður ísskápur og uppþvottavél.  

Gluggar & Útihurðir 

Gluggar og hurðir eru hvítar að lit og klædd álflasningum sem eru í hvítum lit. Gluggar eru hefðbundnir tré/ál gluggar með tvöföldu einangrunargleri. 

 

Lóð & Aðkoma 

Verönd, skjólveggur og stétt upp að inngangi að vestan eru steinsteypt ásamt palli að austan. Bílastæði er malbikað. Snjóbræðsla er í stæðum og aðkomustétt. Lóð umhverfis húss er graslögð.   

Lagnir & Lagnastokkar 

Inntök og mælar: Inntök NO koma í bílageymslu.  

Vélknúið loftskiptikerfi með varmaskipti er í íbúðunum og hitar ferskt loft með varma loftsins sem kerfið dregur út úr íbúðunum. Loftskiptikerfið bætir gæði og heilbrigði lofts íbúða og tryggir jöfn og góð loftskipti allt árið um kring, óháð veðri og vindum. Aðrir kostir kerfisins eru fjölmargir, m.a. lægri rekstrarkostnaður húshitunnar og minna ryk. Í bílgeymslu er sér loftræsing (lunga).  

Pípulögn: Hitalagnir eru í gólfi íbúða. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum. Varmaskiptir er á neysluvatni. 

RaflögnRaflögn er fullfrágengin, ljósakúplar á baði/þvottahúsi. Led-ljós koma í bílageymslu. Önnur ljós fylgja ekki innan íbúðar. Útiljós við innganga verða frágengin. Raflagnir í bílageymslu eru utanáliggjandi 

Baðherbergi: Flísar koma á veggi og gólf  í sturtum baðherbergja. Aðrir veggfletir baðherbergja eru málaðir. Á baðherbergi er innrétting með handlaug en einnig innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. 

Hreinlætistæki: Öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna. Í baðherbergi er sturta. Hitastillir er á blöndunartækjum.  

Eldvarnir: Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Reykskynjari og handslökkvitæki verður sett upp í hverri íbúð.   

Annað: 

Kaupandi íbúðar greiðir af henni skipulagsgjald. 

Upplýsingar fyrir kaupendur: Við afhendingu íbúða fá kaupendur í hendur möppu frá SS Byggir ehf með nánari upplýsingum. Í möppunni er upplýsingar um byggingarefni, undirverktaka o.fl. 

Breytingar: Allar breytingar, hvort sem er á lögnum, innréttingum, tækjum eða öðru,  greiða kaupendur sérstaklega fyrir og skulu breytingar berast til seljanda tímanlega. Seljandi ber ekki ábyrgð á því ef slíkar breytingar seinka afhendingu íbúðarinnar. Sjá nánar upplýsingamöppu kaupandans.  

Ath. minniháttar sprungur geta myndast á máluðum flötum nýbygginga á fyrstu mánuðum eftir afhendingu og telst slík sprungumyndun ekki til ágalla.  

SS byggir ehf skilar íbúðunum þrifnum en gæta skal þess að talsvert ryk getur verið í lofti íbúða í nýbyggingum og því er mælst til þess að kaupendur strjúki yfir skápa og lárétta fleti áður en flutt er inn í íbúðir. 

 

Afhending: Áætlaður afhendingartími íbúðanna er vetur 2020/2021. Afhending íbúðanna telst hafa farið fram þegar lyklaafhending hefur farið fram. Þegar hver íbúð hefur verið afhent fer fram sameiginleg skoðun íbúðareiganda og fulltrúa fyrirtækisins þar sem farið er yfir helstu atriði og úrbætur gerðar ef einhverjir ágallar finnast. Sjá nánar upplýsingamöppu kaupanda. 

 

 

147.4fm2

Fylgihlutir

  • Pallur
  • Bílskúr
  • Nýbygging
  • Geymsla
Skoða teikningu