
Njarðarnes 12
Iðnaðar- og geymsluhúsnæði. Húsið er staðsteypt. Bilin hafa ýmist aðkomu frá Njarðarnesi (efri hæð) eða Goðanesi (neðri hæð). Afhending er áætluð í árslok 2019.

Svalir
Svalagólf steypt. Handrið er gert úr stálprófílum. Prófílarnir eru klæddir alucobond-klæðningu. Hönnun handriðs og svala er með þeim hætti að auðvelt er að koma fyrir svalalokun í framtíðinni.

Lóð
Stéttar við aðalinngang eru steyptar og malbikaðar með hitalögnum að hluta skv. teikningu. Lóð er þökulögð í samræmi við fyrirliggjandi lóðarteikningar og bílaplön malbikuð. Engar girðingar fylgja og enginn annar gróður en að ofan greinir fylgir eigninni.

Nánari lýsing:
Loftskiptikerfi – nýjung á markaði.
Sjálfstætt loftskiptikerfi er í öllum íbúðum
Mikið er lagt upp úr góðri hljóðvist íbúða.
Hljóðplötur í loftum íbúða og hljóðdempandi vínil-parket er á gólfum íbúða
Sérsmíðaðar TAK-innréttingar og innihurðir eru í öllum íbúðum
Sér geymsla í kjallara fylgir öllum íbúðum
Stæði í bílageymslu fylgir 20 af íbúðum í húsinu
Svalahandrið eru hönnuð með svalalokun í huga
Húsið er einangrað að utan og klætt með viðhaldslitlum klæðningum
Ál-tré gluggar eru í húsinu
Snjóbræðslukerfi er lagt í gangstétt framan við öll húsin á byggingareitnum
Yfirbyggt leikskýli fyrir leiktæki og sparkvöll verður á sameiginlegri baklóð húsanna fimm á byggingareitnum
Ítarleg handbók fylgir öllum íbúðum