
Sjö glæsileg raðhús
Glæsileg og vönduð raðhús í smíðum að Kristjánshaga 15-27. Um er að ræða sjö íbúðir í tveimur húsalengjum (3 íbúðir og 4 íbúðir). Raðhúsin eru fullfrágengin. Áætluð afhending 2021.

Innréttingar & hurðir
TAK-innréttingar og innihurðir eru í raðhúsíbúðum SS Byggir við Kristjánshaga. Innréttingarnar eru sérsmíði sem unnin er af starfsfólki SS Byggir á tæknivæddu verkstæði fyrirtækisins.


Loftskiptikerfi -nýjung á markaði!
- Sjálfstætt lofskiptikerfi er í íbúðunum.
- Loftskiptikerfið hitar ferskt loft með varma loftsins sem kerfið dregur út úr húsunum.
- Tryggir jöfn og góð loftskipti allt árið um kring, óháð veðri og vindum.
- Bætir gæði og heilbrigði lofts verulega.
- Minnkar ryk.
- Lækkar rekstrarkostnað.

Lóð og aðkoma
Verönd, skjólveggur og stétt upp að inngangi að vestan eru steinsteypt ásamt palli að austan. Bílastæði er malbikað. Snjóbræðsla er í stæðum og aðkomustétt. Lóð umhverfis húss er graslögð.

Nánari lýsing:
Loftskiptikerfi – nýjung á markaði, sjálfstætt loftskiptikerfi.
Gólfefni – hljóðdempandi vinyl-parket er á gólfum íbúðar (flísar á baðgólfi).
Innréttingar - sérsmíðaðar TAK-innréttingar og innihurðir eru í öllum húsunum.
Fibo-plötur eru á veggjum baðherbergis.
Uni-drain niðurfall er í sturtu.
Raðhúsin eru einöngruð að utan og klætt með viðhaldslitlum klæðningum.
Ál-tré gluggar eru í húsinu.
Snjóbræðslukerfi er lagt í aðkomustétt og bílastæði.
Hljóðdempandi loftaplötur eru í loftum íbúða.
Ítarleg handbók fylgir öllum raðhúsunum