Orlofshús

Hvassaland 5

Um eignina

Byggingaraðili

SS Byggir ehf er aðalverktaki við byggingu hússins. SS Byggir ehf. hefur starfað í byggingariðnaði síðan 1978 og hafa verkefni fyrirtækisins verið margvísleg. Einnig koma að bygginga hússins fjöldi undirverktaka. 

Byggingarstjóri

Byggingastjóri hússins er SS Byggir ehf, kt.620687-2519.

Hönnuðir  

Hönnun aðaluppdrátta er í höndum Kollgátu ehf. Hönnun burðarþols og lagna er í höndum Verkhofs ehf og hönnun raflagna er unnin af Ljósgjafanum ehf.

Innra skipulag

Húsin eru um 108,6m2, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús m/snyrtingu, rúmgott alrými (stofa/eldhús), forstofa og pottrými. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall.

Burðarvirki

Burðarveggir hússins eru úr krosslímdum timbureiningum.

Frágangur innanhúss

Útveggir: Eru með viðaráferð og afhendist húsið með ómeðhöndluðum veggjum (natur-áferð).

Innveggir: Milliveggir í húsinu eru allir úr gegnheilum timbureiningum með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð). Skrúfuhausar til festingar eininga eru sýnilegir á nokkrum stöðum í húsinu.

Loft: Loft eru með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð) nema loft í forstofu og baðherbergi, þau eru niðurtekin og dúkklædd.                                                                                                                                                                                   Áferð lofta og veggja er sem fyrr segir ómeðhöndluð viðaráferð. Gera má ráð fyrir rifum og minniháttar sjónrænum ágöllum. Sprungur geta haldið áfram að myndast eftir afhendingu. Skrúfuhausar til festingar eininga eru sýnilegar á nokkrum stöðum í húsinu.

Gólf: Gólf eru steypt og flísalögð. Hitalagnir eru í staðsteyptri plötu.

Lagnir: Hitalagnir eru í gólfi orlofshúss. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum, rör í rör. Snjóbræðslulagnir eru í pöllum og stéttum. Snjóbræðslu er stýrt í gegnum lokað kerfi í inntaksrými.

Rafmagn: Raflagnir eru fullfrágengnar, ljósakúplar eru á baðherbergjum, geymslu og í pottrými. Önnur ljós fylgja ekki. Útiljós við inngang er frágengið. Uppsettur reykskynjari er í hverju svefnherbergi og í alrými.

Baðherbergi: Veggir á baðherbergi eru dúklagðir eða plötuklæddir inn í sturturými upp í 2m hæð, aðrir veggir eru ómeðhöndlaðir. WC eru innbyggt. Sturtugólf er einhalla og aðskilið með a.m.k. 90 cm glerhurðum. Innréttingar samkv. teikningum.

Forstofa: Forstofa er rúmgóð og útbúin snögum.

Pottrými: Heitur pottur er í sérstöku pottrými sem skal vera læsanlegt. Veggir eru dúklagðir eða plötuklæddir að hluta. Þvottahús: Í þvottahúsi er innrétting og gert ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Tækin fylgja ekki. Þar er vegghengt WC og í innréttingu er lítil handlaug og handlaugartæki.

Geymsla: Í geymslu eru inntök húss og loftskiptibúnaður. Gólf er flísalagt. Innréttingar og skápar: Innréttingar úr harðplasti eru í eldhúsi og á baðherbergjum. Opnir skápar eru í svefnherbergjum. Harðplast er á borðplötum. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakarofn og keramik helluborð af viðurkenndri gerð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél en hún fylgir ekki. Allar innréttingar eru frá TAK innréttingum. Hurðir: Innihurðir eru með harðplast áferð, íslensk framleiðsla frá TAK innréttingum. Handföng eru með stáláferð.

Hreinlætistæki: Öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna. Í baðherbergi er sturta. Hitastillir er á blöndunartækjum. Blöndunartæki í eldhúsi og handlaugartæki eru svo kölluð „einnar-handa“ tæki. Eldhúsvaski er einfaldur og djúpur.

Frágangur utanhúss

Útveggir: Veggirnir eru einangraðir að utan með 100mm steinullareinangrun (150kg/m3) sem er skrúfuð í einingarnar í gegnum 21x70mm, lóðréttan krossviðsrenning c/c600mm. Öndunardúker kemur utan á einangrunina samkv. teikningum arkitekta. Á renningana festist loks 4mm slétt plötuklæðning (Alucobond).

Gluggar og hurðir: Gluggar og hurðir verði ýmist ál-timbur, timbur eða álkerfi.

Þakgerð: Þakplata er úr gegnheilum 16cm timbureiningum. Þakhalli er þannig að þakið hallar horn í horn með hæsta punkt yfir stofu en lægsta yfir geymslu. Ofan á þakplötu er bræddur pappi, svo 180mm harðpressuð steinullareinangrun og loks tvö lög af þakpappa af viðurkenndri gerð.

Sólpallar og stéttar: Sólpallur er steyptur með snjóbræðslu. Stétt er steypt og útbúin snjóbræðslu. Skjólveggir eru úr forsteyptum einingum.

Lóðir

Lóðir eru jafnaðar og í þær sáð grasfræi. Stígur frá bílastæði að inngangsstétt er malarborinn. Ath. sérstakar kvaðir eru í lóðaleigusamningi um gróðursetningu á svæðinu. Einnig eru kvaðir á lóðunum um lagnir og búnað frá veitufyrirtækinu Norðurorku.

Loftræsing

Loftræstisamstæða með varmaendurvinnslu er í húsinu og er hún staðsett í útigeymslu. Útsog er tekið á fimm stöðum; á snyrtingu, geymslu, þvottahúsi, eldhúsi og pottarými. Innloftsstútar eru í alrými og svefnherbergjum.

Kamína

Möguleiki er að koma fyrir kamínu í orlofshúsunum og er það í höndum kaupenda að ákveða hvort sá möguleiki er virkjaður. Reykrör frá kamínu verði 150 mm málmrör, efnisþykkt 2mm, einangrað með 50mm steinullareinangrun 100kg/m3 án bindiefna sem ofin er í vírnet og loks 0.8mm ryðfrítt stál. Fjarlægð milli ytra byrðis reykháfs og brennanlegs efnis í vegg og þakvirki skal vera a.m.k 50mm, þar sem ytra byrðið er einangrað á fullnægjandi hátt. Gengið verði frá röri utan á þakkanti með sérsmíðaðri einingu með klæðningu í flokki A.

 

 

Eldvarnir

Hvert hús er sjálfstætt brunahólf. Handslökkvitæki er staðsett í samráði við eldvarnareftirlit. Læstur lyfjaskápur er í húsinu. Reykskynjarar eru í húsinu. Vatn til slökkvistarfa er útvegað af Norðurorku í brunahönum sem staðsettir eru á þremur stöðum við götur 3. áfanga deiliskipulags Hálanda.

Bílastæði:

Við húsið eru tvö malbikuð bílastæði, alls um 35m2.

Sorp

Sorpgeymsla er miðlæg fyrir öll húsin í opnu skýli. Fjöldi tunna/gáma skal vera í samráði við byggingaryfirvöld Akureyrarbæjar.

Afhending

Áætlaður afhendingartími orlofshúsa er samkomulagsatriði. Afhending orlofshúss telst hafa farið fram þegar lyklaafhending og yfirferð eiganda og fulltrúa fyritækisins hefur farið fram. Hús eru þrifin nýbyggingaþrifum fyrir afhendingu en gera má ráð fyrir að ryk frá byggingartíma haldi áfram að koma fram eftir þrif verktaka.

Skipulagsgjald

Kaupendur greiða skipulagsgjald.

108fm2

Fylgihlutir

  • Pallur
  • Nýbygging
  • Geymsla