SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
23.3.2004 - BYGGINGU AMTSBÓKASAFNINS LOKIÐ
Hefðbundin starfsemi Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins er komin af stað aftur eftir að lokafrágangur nýbyggingarinnar stóð yfir. Verkið hófst 1 júní 2001 og í byrjun mars var húsið formlega opnað með glæsilegri opnunarhátíð, meðal boðsgesta voru bæjarstjóri Akureyrarbæjar, ráðherrar og alþingismenn. Á hátíðinni var hornsteinn byggingarinnar lagður, tónlistaratriði flutt og ræður haldnar.
Arkitekt hússins,Guðmundur Jónsson var að vonum ánægður því þetta var í fyrsta sinn sem hús teiknað eftir hann er byggt á Íslandi en þess má geta að hann er að gera það gott í Noregi um þessar mundir.

SS Byggir ehf. óskar Akureyringum til hamingju með stórglæsilegt bókasafn. Jafnframt vill SS Byggir þakka öllum þeim sem komu að byggingu hússins á einn eða annan hátt kærlega fyrir samstarfið.


Til baka