SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
20.1.2003 - STIGAHÚSIÐ KOMIÐ UPP
Búið er að setja stigahúsið upp í Skálateig 1 og nú er því bara beðið eftir lyftunni sem áætlað er í byrjun febrúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessum íbúðum og hvetjum við alla sem áhuga hafa fyrir þeim að hafa samband við skrifstofu SS Byggir. Annar áfangi af leiguíbúðunum verður tilbúinn í ágúst á þessu ári og við það mun bætast við 16 leiguíbúðir í þennan kjarna.
Nú eru söluíbúðirnar í Skálateig 3-5-7 að verða fokheldar en stefnt er að því marki verði náð í febrúar.
4 hæðin á Rangávöllum var afhent fyrir jól og nóg er að gera á Amtsbókasafninu.
Það má sjá að nóg er að gera hjá starfsmönnum SS Byggir og þeir láta ekki veturinn stoppa sig þegar hann loksins lét sjá sig.

Til baka