SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
4.11.2002 - NÝBYGGING VIÐ GILJASKÓLA VÍGÐ
Í gær var formlega tekin í notkun nýbygging við Giljaskóla og er þar með lokið öðrum áfanga af þremur við byggingu skólans. Skólafólk, gestir og nemendur voru í hátíðarskapi við þessa athöfn. Undirbúningur að byggingu Giljaskóla hófst árið 1995 og það sama ár hóf skólinn starfsemi sína í húsnæði leikskólans Kiðagils. Í upphafi var ákveðið að byggja skólann í þremur áföngum og tók hönnun mið af því. Í fyrsta áfanga var byggð kennsluálma og stjórnunarhluti skólans. Í öðrum áfanga var byggður salur skólans, bókasafn og sérgreinastofur, en síðasta áfanganum, sem er íþróttahús, er ólokið. Með fylgjandi myndir voru teknar við vígslu annars áfanga.


Til baka