SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
11.12.2015 - Góðir gestir

SS Byggir ehf er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI) og hefur verið um langt skeið. Segja má að SI sé málsvari byggingarfyrirtækja þegar kemur að opinberri umræðu um byggingariðnaðinn en þessa dagana ber hátt umræða um byggingarkostnað íbúða og hlut hins opinbera þegar kemur að verðmyndun nýbygginga í gegnum byggingarreglugerð og lóðaverð o.fl. Það var því um nóg að ræða þegar formaður SI, Guðrún Hafsteinsdóttir og framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson heimsóttu SS Byggir í gær í tengslum við opinn fund Samtakanna um íbúða- og atvinnumarkað á Norðurlandi sem haldinn var á Hótel KEA.

Myndin sem er með fréttinni er af fulltrúum SI og Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdstjóra SS Byggir. Myndin er tekin í Hálöndum.Til baka