SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
12.11.2015 - Árshátíð starfsmanna SS Byggir 2015 á Sigló

Starfsfólk SS Byggir hélt árshátið sína sl. laugardag á Siglufirði. Þátttakan var góð og heppnaðist hátíðin í alla staði mjög vel. Gist á var á Sigló Hótel sem einnig sá um veislumatinn. Hið nýja, glæsilega hótel stóð svo sannarlega undir væntingum og einnig var matur og öll þjónusta til fyrirmyndar.
Það er svo sannarlega hægt að mæla með helgardvöl á Sigló Hótel.
Að venju fór fram veglegt happdrætti þar sem fjöldi vinninga frá birgjum og samstarfsfyrirtækjum dreyfðist á starfsmenn og maka. Starfsmannafélag SS Byggir þakkar frábærar gjafir!
Stjórn starfsmannafélgsins sá um undirbúning og framkvæmd árshátíðarinnar og eiga þau: Kristinn Skúlason, Gunnar Ólafsson og Þorgerður Sigurgeirsdóttir sem skipa stjórnina, heiður skilinn fyrir frábært starf.Til baka