SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
16.1.2014 - Innihurðir frá TAK

SS Byggir ehf hóf framleiðslu á innihurðum fyrir innanlandsmarkað í nóvember 2008. Á þeim tíma sem liðinn er hefur fyrirtækið framleitt á annað þúsund innihurðir. SS Byggir ehf framleiðir vottaðar innihurðir, bæði m.t.t. eld- og hljóðvarna. Einnig framleiðir fyrirtækið rennihurðir og sérsmíðar gluggastykki og karma eftir óskum viðskiptavina. Hurðunum fylgja sérhönnuð gerefti sem smella á hurðakarmana og eru því gereftin afar auðveld og fljótleg í uppsetningu. Innihurðir eru til sýnis á skrifstofu SS Byggir ehf að Njarðarnesi 14, 603 Akureyri.Til baka