SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
29.4.2013 - Hótel KEA og SS byggir gera með sér samning

Samið hefur verið við SS Byggir um breytingar á Hótel Kea en eins og flestir vita stendur hótelið í hjarta bæjarins. Helstu verkefni eru breytingar á anddyri, móttöku, fundarsal og matsal. Eftir að breytingum er lokið mun opna kaffihús sem tengt verður myndarlegum útipalli. Ekki verður lokað á hótelinu á meðan þessum framkvæmdum stendur en áætluð verklok eru 16. júní nk. Jafnframt breytingunum vinna starfsmenn SS Byggir nú hörðum höndum að lokafrágangi á neðstu hæð hótelsins en þar er verið að innrétta veitingastaðinn Hamborgarafabrikkuna sem mun opna í maí mánuði.Til baka