SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
2.10.2012 - TAK innréttingar

Verkstæði SS Byggir framleiðir Tak innréttingar og innihurðir á verkstæði fyrirtækisins að Njarðarnesi 14. Á verkstæðinu starfa að jafnaði 12 til 15 starfsmenn. Að Njarðarnesi 14 er líka söluskrifstofa innréttinga. Á skrifstofunni starfa þær Harpa Hafbergsdóttir innanhússarkitekt og Signý Arnardóttir innréttingaráðgjafi við hönnun, ráðgjöf og tilboðsgerð. Val á innréttingum getur verið langt og flókið ferli. Persónuleg og góð þjónusta er mikilvægur þáttur í ferlinu. Einn hluti góðrar þjónustu við val á TAK innréttingum er að þrívíðar teikningar fylgja tilboðum viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ef valið er möguleikinn: "Skoða alla fréttina" birtast nokkrar myndir af innréttingum sem smíðaðar hafa verið á verkstæði SS Byggir ásamt þrívíðum myndum sem fylgt hafa tilboðum til viðskiptavina.

Harpa og Signý taka á móti viðskiptavinum að Njarðarnesi 14 alla virka daga frá kl.8-12 og frá kl.12.30 -16.

Verið velkomin!Til baka