SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
29.8.2012 - Til hamingju Akureyringar!

Í dag er Akureyri 150 ára og hátíð í bæ!  Starfsmenn SS Byggir og undirverktakar hafa undanfarna mánuði unnið að byggingu 2. áfanga við Naustaskóla og að byggingu glæsilegs 45 rýma hjúkrunarheimilis við Vestursíðu. Í dag mun Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggir afhenda bænum hjúkrunarheimilið við hátíðlega athöfn. Það hefur hlotið nafnið Lögmannshlíð.

SS Byggir hefur einnig afhent Fasteignum Akureyrarbæjar 2. áfanga Naustaskóla sem er verknámsálma, miðrými, mötuneyti og bráðarbirgðainngangur ásamt  utanhússfrágangi. Í vetur liggur svo fyrir uppsteypa á íþróttahúsi, búningsklefum og kennarastofum Naustaskóla. Samstarf verktaka og starfsmanna skólans hefur gengið einstaklega vel og vonandi verður svo áfram.
Verkstæði SS Byggir hefur séð um smíðar á öllum  innréttingum  og hurðum í Hjúkrunarheimilið og Naustaskóla.


SS Byggir óskar Akureyringum til hamingju með afmælið, Naustaskóla og Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð!

Önnur verk sem eru að fara í gang á vegum SS Byggir eru m.a.: 5. áfangi Háskólans á Akureyri, uppbygging í Hálöndum, uppsteypa á einbýlishúsi í Daggarlundi, endurbygging íbúðar við Lönguhlíð og mögulega bygging á 23 íbúða fjölbýlishúsi við Brekatún 2.
 Til baka