SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
9.7.2012 - Fyrsta skóflustunga Hálanda

Sl. föstudag var tekin fyrsta skóflustunga fyrir orlofshúsum í Hálöndum. SS Byggir keypti 28 hektara spildu árið 2010 af Baldri Halldórssyni úr landi Hlíðarenda við rætur Hlíðarfjalls. Hófst þá vinna við breytingu á skipulagi og landnotkun og er nú svo komið að framkvæmdir við vegagerð á svæðinu geta hafist. Einnig hefur húsagerð fyrirhugaðra orlofshúsa verið samþykkt af skipulagsyfirvöldum og því er ekkert í veginum fyrir því að framkvæmdir við byggingu fyrstu orlofshúsanna fari á fulla ferð á haustmánuðum. Það var Baldur á Hlíðarenda sem átti hugmyndina af nafni svæðisins, Hálönd en það var einmitt Baldur sem tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum starfsmönnum SS Byggir og gestum.Til baka