SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
16.5.2012 - Fréttir af framkvæmdum við Hjúkrunarheimili (uppfært með myndum)

SS Byggir og undirverktakar vinna nú hörðum höndum að byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu. Hjúkrunarheimilið skiptist í fimm heimili og miðrými. Að jafnaði eru 45 -60 starfsmenn og undirverktakar á byggingarsvæðinu dag hvern auk fjölda tækja og tóla.

Uppsteypu sjálfra húsanna er lokið og einungis eftir að steypa verandir sem koma utan við rými hjúkrunarheimilisins. Allri vinnu við einangurun er lokið og þakfrágangi að mestu lokið. Einnig er vinna við glerjun á lokastigi. Veðrið undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn varðandi alla vinnu utanhúss og á það jafnt við um jarðvegs- og lóðavinnu sem og vinnu við utanhúss frágang. Vinna við múrklæðningu utanhúss mun hefjast um leið og veður leyfir og þá mun einnig færast aukin kraftur í vinnu við frágang lóðar, stæða og stíga.

Innanhússfrágangur er í fullum gangi og er fyrsta heimilið af fimm að verða fullbúið. Hin heimilin klárast síðan kerfisbundið hvert af öðru fram að afhendingu sem áætluð er í lok ágúst. Til baka