SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
19.3.2012 - Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9

Að jafnaði starfa á milli 30 og 40 manns við byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu og miðar verkinu vel. Samkvæmt áætlun á uppsteypu að ljúka um miðjan apríl og þrátt fyrir risjótt veður bendir allt til að sú áætlun standist. Vinna við lagningu þakdúks er hafin en miklu máli skiptir upp á framgang verksins að niðurlagning þakdúksins haldi áætlun. Vinna við frágang innahúss er að komast á fulla ferð eins og aðstæður leyfa. Málarar elta uppsetningu innveggja, dúkarinn kemur á eftir málurunum og gengur frá gólfefnum áður en starfsmenn SS Byggir setja upp innréttingar og innihurðir. Píparar og rafvirkjar fylgja sínum verkþáttum eftir samkvæmt áætlun líkt og aðrir undirverktakar verksins. Með vorinu verður byrjað á frágangi utanhúss og lóðarvinnu. Múrari mun sprauta klæðningu í hvítum lit utan á húsið, smíða á sólpalla fyrir utan allar einingar og að lokum liggur fyrir nokkur lóðafrágangur, t.a.m. í inngörðum svæðisins. Nánar verður fylgst með gangi framkvæmda við hjúkrunarheimilið hér á heimasíðunni allt fram að afhendingu þess. Ef farið er inn í fréttina er hægt að sjá nokkrar myndir frá byggingarsvæðinu. Til baka