SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
6.3.2012 - Naustaskóli - 2. áfangi 2012

Naustaskói 2. áfangi - Uppsteypa og utanhússfrágangur

Verkinu miðar vel áfram en lögð er áhersla á að loka svokölluðu miðrými sem er á milli skólans og nýbyggingarinnar. Starfsmenn Útrásar eru að vinna við uppsetningu á stálvirki þaks rýmisins en þakið er uppbyggt úr stál-bitum annars vegar og kertó-bitum hins vegar. Kertó-bitarnir eru væntanlegir síðar í mánuðinum en þá getur vinna við þakklæðningu hafist og stefnt er að því að gera miðrýmið fokhelt með vorinu.

Naustaskóli 2. áfangi b - Frágangur innanhúss

Eins og fram hefur komið á heimasíðu SS Byggir, var undirritaður samningur á milli Fasteigna Akureyrarbæjar og SS Byggir varðandi frágang innanhúss í verknámsálmu Naustaskóla. Verkið hefur farið vel af stað og vinna aðalverktaki og undirverktakar samkvæmt stífri áætlun sem gerir ráð fyrir verklokum nú í haust.

Undirverktakar sem vinna með SS Byggir að frágangi innanhúss eru eftirfarandi:

Pípulagnir: Bútur ehf
Raflagnir: Ljósgjafinn ehf
Málning: Betri fagmenn ehf
Dúkur: Viðar Pálsson
Loftræsting: Blikk og tækniþjónustan ehfTil baka