SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
25.1.2012 - Tilboð í Naustaskóla og Hafnarstræti 107

SS Byggir skilaði inn tveimur tilboðum í sl. viku. Annars vegar tilboði í frágang innanhúss í Naustaskóla og hinsvegar tilboði í breytingar og endurinnréttingu á Hafnarstræti 107. Þrjú tilboð bárust innanhússfrágang Naustaskóla og átti SS byggir lægsta tilboðið.

Bjóðendur Upphæð % af áætlun
ÍAV 148.123.422 103,3%
Hyrna 124.703.059 87,0%
SS byggir 122.281.711 85,3%
Kostnaðaráætlun 143.381.801 100

Níu tilboð bárust frá átta aðilum í breytingar og endurinnréttingu Hafnarstrætis 107 en húsnæðið hýsir m.a. skrifstofu sýslumanns. SS Byggir bauð frávikstilboð í verkið sem reyndist lægsta tilboð. Frávikstilboðið gerir ráð fyrir að verktími styttist og verði frá 1. september 2012 til 15. mars 2013. Verktíminn styttist þá úr 54 vikum í um 26 vikur. Frávikstilboðið gerir ráð fyrir að öll starfsemi í húsinu frá kjallara og upp fyrstu þrjár hæðirnar verði flutt úr húsinu á þessu tímabili. SS Byggir telur að framkvæmd endurbyggingarinnar sé það umfangsmikil að ekki sé boðlegt fyrir verktaka né starfsfólk byggingarinnar að vinna við slíkar aðstæður í mjög langan tíma. Sem verktaki telur SS Byggir að kostnaður við breytingarnar verði lægri með þessu móti enda frávikstilboð fyrirtækisins lægra en hefðbundna tilboðið. Sá leigukostnaður sem félli á verkkaupa myndi væntanlega sparast með færri aukaverkum og styttri tíma sem verkkaupi þyrfti að kaupa verkeftirlit o.fl. Auðvelt er að halda því fram að gæði verksins yrðu meiri ef hægt væri að taka stærri fleti undir í einu lagi og hver verkþáttur fengi meira rými í verkferlinu. Það yrði mikið lagt á starfsmenn og viðskiptamenn Hafnarstætis 107 að starfa í byggingaumhverfi í rúma 13 mánuði þar sem hávaði, ryk og annað ónæði myndi valda gríðarlegu áreiti sem aftur gæti kallað á aukin veikindi starfsfólks o.fl. Það er trú SS Byggir að þjónusta við viðskiptamenn þeirra stofnanna sem um ræðir myndi skerðast mun minna ef unnið yrði eftir hugmyndafræði frávikstilboðsins.

Röð Bjóðandi Tilboð við opnun Hlutfall af kostnaðaráætlun
1 SS byggir - frávik 156.857.772 79,05%
2 Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. 158.558.934 79,90%
3 Tréverk ehf. 163.034.427 82,16%
4 Hlaðir ehf. byggingarfélag 166.784.654 84,05%
5 ÁK smíði ehf. 175.272.184 88,33%
6 SS byggir 176.275.693 88,83%
7 Eykt ehf. 192.102.195 96,81%
8 Fjölnir ehf. 196.874.128 99,21%
9 ÍAV hf. 208.636.854 105,14%

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 198.435.489 krónur.

Það mun skýrast á næstu dögum við hverja verður samið í báðum tilfellum.Til baka