SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
19.12.2011 - Laxá II - Aðaldal

Undanfarna mánuði hefur SS Byggir unnið við að klæða og setja þakvirki á jöfnunartank við Laxárvirkjun í Aðaldal. Undirverktaki er ÁK smíði. Vinnu við þakið og uppsetningu á lóðréttum stoðum við inntaksrör er lokið og vinnu við einangrun í kringum inntaksrörið mun ljúka í þessari viku. Vinna við klæðningu á tankinum hefur reynst erfiðari en reiknað var með í upphafi. Álplöturnar eru langar og léttar og stöðugur vindur niður gilið hefur sett strik í reikninginn. En með hugviti starfsmanna og góðri samvinnu miðar verkinu nú ágætlega. Áætluð verklok eru í janúar 2012.Til baka