SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
15.11.2011 - Innréttingar og innihurðir
Verkefnastaða verkstæðis SS Byggir er mjög góð sem endra nær en á þessu ári hefur bæði verið fjölgað starfsmönnum og vinnutími lengdur. Starfsmenn verkstæðis eru nú 13 talsins auk þess sem við það starfa innanhússarkitekt og tækniteiknari. Fyrir nokkru síðan var verkstæðið fullbókað fram að jólum og eru þau verkefni sem nú eru á teikniborðinu ætluð til afhendingar í janúar og febrúar á næsta ári. Verkstæðið framleiðir innréttingar og innihurðir undir vörumerkinu TAK innréttingar. Stærsti hluti framleiðslunnar fer til einstaklinga og á þessu ári hefur um 75% framleiðslunnar farið til viðskiptavina á norð- og norðausturhluta landsins. Markmið innréttingaframleiðslunnar eru vandaður frágangur og áræðanleiki í afhendingu. Sérstaða fyrirtækisins á innréttingamarkaði felst m.a. í ráðgjöfinni sem veitt er á staðnum en öllum tilboðum fylgja þrívíðar innréttingateikningar á tölvutæku formi sem eykur gæði þjónustunnar til muna.

Til baka