SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
1.11.2011 - Naustaskóli - 2. áfangi, stöðuyfirlit
Naustaskóli, 2. áfangi.
Verkið felur aðallega í sér uppsteypu og utanhússfrágang. Verksamningur gerir ráð fyrir tveimur skiladagsetningum og því skipuleggur SS Byggir verkið eins um tvö verk sé að ræða, þ.e. annars vegar verknámsálmu og hins vegar miðrými en því tilheyrir kennaraálma, íþróttahús og búningsaðstaða.
 
Verknámsálma.
Verknámsálmu á að skila fokheldri 15. des nk. Uppsteyptir veggir eru langt komnir og stefnt er á að ljúka vinnu við þá í byrjun nóvember. Veður getur þó sett strik í reikninginn og tafið verkið. Uppsteypa hefur gengið vel en mikið er af steyptum milliveggjum í byggingunni eins meðfylgjandi myndir sína. Lokið er við framleiðslu 80% af filigran loftaplötum og mun uppsetning þeirra hefjast í byrjun nóvember. Hafin er vinna við glugga og hurðir og stefnt er á að uppsetning fari í gang seint í nóvember. Lagning þakdúks er áætluð í desember.
 
Miðrými.
Búið er að steypa u.þ.b. 95% af sökkulveggjum og plötum í kennaraálmu, íþróttahúsi og miðrými. Skiladagur er 15. ágúst 2012. Áhersla er lögð á að klára steypu sökkulveggja og plötu fyrir lok ársins. Eftir skil á verknámsálmu hefst vinna við uppsteypu veggja í þessum síðari hluta verksins sem ekki er eins háður veðri eins og vinna við sökkla og jarðplötur.


Til baka