SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
16.8.2011 - Verkefni SS Byggir
Starfsemi SS Byggir er komin á fullt skrið eftir sumarfrí og er verkefnastaðan mjög góð. Verkstæðið er uppbókað út október og verið er að taka niður pantanir í innréttingar og innihurðir sem verða til afgreiðslu í nóvember og desember. Í Undirhlíð er verið að undirbúa steypu á þak bílageymslu, unnið að utanhússklæðningu og frágangi íbúða. Fyrstu söluíbúðir verða afhentar í september en leiguíbúðir í október. Starfsmenn SS Byggir eru að vinna við sökkulveggi í Naustaskóla en fyrirtækið hefur fengið BB Byggingar ehf sem undirverktaka við uppsteypu á Hjúkrunarheimili við Vestursíðu. SS Byggir er einnig með verkefni við Laxárvirkjun og þar hefur fyrirtækið Á.K. smíði ehf verið undirverktaki í fyrsta áfanga verksins. Verkefnið fellst í endurbótum og klæðningu á jöfnunargeymi virkjunarinnar.  

Til baka