SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
19.6.2011 - Hótel KEA Stækkar.

SS Byggir óskar eigendum Hótel KEA til hamingju með stækkunina á hótelinu.

SS Byggir bauð lægst í breytingu neðstu hæðar Hótel KEA sem snýr að Hafnarstræti.  Verkið fól í sér að breyta verslunarrýmum og geymslum í 5 hótel herbergi. Verkið var unnið á tímabílinu 21. mars til 21. maí.

Helstu verkþættir voru: Steypa útvegg, uppsetning veggja, klæðing lofta, sléttun gólfa, parketlögn og ísetning hurða og glugga. Auk þess þurfti að mála öll rýmin, endurnýja pípulagnir, leggja rafmagn og flísaleggja baðherbergi. Verkið gekk vel  og náðu SS Byggir og undirverktakar að skila verkinu með miklum sóma á tilskyldum tíma.
SS Byggir þakkar undirverktökum fyrir sitt framlag.

Múrverk: Gunnar Berg
Pípulögn: Varmastýring
Rafvirkjar: Rafmenn
Blikksmíði: Blikkrás
Málarar: Betri Fagmenn

Sjá myndir frá verktíma.


Til baka