SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
1.4.2011 - Áfanga náð!
Í þessari viku lauk uppsteypu veggja sjöundu og um leið efstu hæðar Undirhlíðar 3. Nú er unnið að hífingu á forsteyptum þakplötum ásamt því að verið er að einangra húsið að utan. Inni eru undirverktakar að vinna af fullum krafti og má nefna að málarar eru komnir upp á þriðju hæð. Gluggar eru komnir í fyrstu fimm hæðirnar og unnið er í milliveggjum á fjórðu hæð. Jarðvegsskipti undir bílageymslu eru langt komin og gætu klárast í næstu viku. Enn eru nokkrar íbúðir óseldar í húsinu en í mars mánuði seldust tvær íbúðir og aðrar tvær voru teknar frá.

Til baka