SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
28.2.2011 - Þak á Möðruvallastræti 5
 

SS-Byggir tók að sér að skipta um þak á húsi við Möðruvallastræti 5. SS-Byggir hefur oft unnið verk sem þessi en þetta var í fyrsta skipti sem nýtt staðsetningar- og útmælingartæki er notað. Tækið gerir okkur kleift að mæla þakið á staðnum og vinna það í portinu okkar við Njarðarnes 14.

Þetta tilraunaverk heppnaðist alveg frábærlega, t.d. var vinnuaðstaða starfsmanna SS-Byggir miklu betri en ef menn hefðu unnið verkið í 5m hæð að Möðruvallastræti 5, þar sem vindar o.fl. hefur mikið að segja. Með þessu vannst verkið miklu betur og nágrannarnir urðu ekki fyrir jafn miklum óþægjndum á verkstað.

Þegar komið var að uppsetningu þaksins fór hópur frá SS-Byggir á staðinn og fargaði eldra þakinu og setti nýja þakið á samdægurs, nokkra daga tók að setja ull og ganga frá kjöl og niðurfallsrennum.

SS Byggir er ánægt með hvernig til tókst og óskar eigendum við Möðruvallastræti 5 til hamingju með nýja þakið.Til baka