SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
11.2.2011 - SS-Byggir skilar af sér Hótel KEA.
 
Í dag fös. 11.2.2011 skilaði SS-byggir sem aðalverktaki af sér 28 herbergjum á hotel KEA. Síðustu 2 mánuði hafa starfsmenn SS-Byggir, málararnir hjá Betri Fagmönnum og Rafvirkjarnir hjá Rafmönnum unnið eftir verkáætlun frá verkkaupa og verktaka við endurbætur á herbergjum „hótel Hörpu“. Markmið endurbótanna var að hressa upp á útlit og uppfylla kröfur sem hotel KEA hefur.  Herbergin eru nú með sömu litum ofl. sem einkennir herbergi hótel KEA, (sjá myndir) Verkþættir í þessu verki voru nokkrir td. var skipt um gólfefni og innihurðir, breytingar gerðar á lofti, veggjum  ofl. Veggir, loft og gangar voru málaðir, rafmagn endurnýjað og skipt var út öllum innréttingum. Þannig að herbergin eru eins og ný. Verktakar ásamt verkkaupa eru sammála um vel hafi tekist til. Verkið var unnið eftir þéttri verkáætlun þar sem öll herbergi hótelsins voru fyrirfram bókuð. 
Sem aðalverktaki þakkar SS-Byggir fyrir ánægjulegt samstarf á meðan verkinu stóð og óskar KEAHotels velfarnaðar í starfi um leið og við óskum þeim til hamingju með nýju herbergin.


Til baka