SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
4.10.2010 - Úttekt á VMA7b.
 
SS Byggir hefur nú lokið við byggingu áfanga 7b við Verkmenntaskólann á Akureyri. Verkið gekk mjög vel og hefur húsnæðið þegar verið tekið í notkum. 
 
Byrjað var að grafa fyrir sökklum í enda ágúst 2009 og gekk flókin uppsteypa mjög vel. Áfanginn var fokheldur fyrir árslok 2009 og var unnið jafnt og þétt í áfanganum allt til afhendingar í ágúst síðastliðnum. Ekki var mikið um hönnunarvandamál enda er þetta sjöundi áfangi VMA.  Í þeim tilfellum sem vandamál komu upp á byggingartímanum var eftirlitsmaður fasteigna Akureyrar á undan verkinu að koma með lausnir þannig að ekki urðu tafir af enda var verkið á undan verkáætlun allan byggingartímann.
 
Góð samvinna var á milli SS Byggir og undirverktaka við verkið á verktímanum og  kunnum við þeim bestu þakkir.
Undirverkakar SS-Byggir að áfanga VMA7b voru:
 
Jarðvinna = Finnur ehf.

Múrarar = Múriðn ehf

Pípulögn = Varmastýring ehf.

Rafvirkjun = Klói ehf.

Málari = Björn málari ehf.

Dúkari = Viddi dúkari ehf.

Blikkari = Blikk- og tækniþjónustan ehf.Til baka