SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
4.10.2010 - Úttekt á ÍÞM-Giljaskóla.

Um þessar mundir er SS-Byggir að skila af sér Íþróttamiðstöð Giljaskóla og er  mikil ánægja er með byggingu hússins.

SS-Byggir tók  við byggingu ÍÞM í október 2009, þá var uppsteypu hússins að mestu lokið og stálvirki var mestu komið upp. Eftir var vinna við frágang á þakdúk, gluggum á tengibyggingu og sal og lóð. Klárað var að loka húsinu fyrir jól.  Á fyrstu mánuðum 2010 var unnið við að þurrka húsið, veggklæðningar og pípu- og raflagnir.  Einnig var unnið við frágang á gólfefnum og uppsetningu tækja í fimleikasal. 

Viðbygging og tengigangur hafa unnist jafnt og þétt  á byggingartímanum ásamt þeim miklu breytingum sem upp hafa komið. Gott samstarf var á milli SS-Byggir og allra undirverktaka sem komu að verkinu.  

Um leið og SS-Byggir óskar Akureyringum til hamingju með glæsilegt mannvirki viljum við þakka öllum þeim sem að verkinu hafa komið fyrir vel unnin störf.. Íþróttamiðstöð Giljaskóla er glæsilegt hús með frábærri aðstöðu fyrir fimleikafólk.

Undirverktakar SS-Byggir voru.

Jarðvinna = Finnur ehf.

Stálvirki = Útrás ehf.

Múrverk = Múrprýði ehf.

Pípulögn = Bútur ehf.

Rafvirkjun = Rafmenn ehf.

Málari = Betri Fagmenn ehf.

Epoxylögn = Malland ehf.

Blikkari = Stjörnublikk ehf.Til baka