SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
14.7.2010 - SS Byggir fyrirhugar frístundabyggð að Hlíðarenda
SS Byggir hefur fest kaup á um 28 hekt. af landi  Hlíðarenda ofan Akureyrar. Umrætt land liggur ofan bæjarhúsa Hlíðarenda og er því á hægri hönd ef ekið er upp Hlíðarfjallsveg. Er hugmyndin að þarna rísi orlofshús og síðar jafnvel frekari ferðaþjónusta. Hugmynda- og hönnunarvinna varðandi svæðið er komin vel í gang og á fundi skipulagsnefndar Akureyrar þann 7. júlí sl. var eftirfarnadi bókað:           
                    
                   1.  Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Hlíðarendi - breyting á nýtingu lands
SN100068
Erindi dags. 22.06.2010 frá Halldóri Jóhannssyni f.h. landeigenda, SS Byggis ehf og Akureyrarkaupstaðar, þar sem óskað er eftir að gildandi Aðalskipulagi Akureyrar 2005- 2018 verði breytt þannig að svæði í landi Hlíðarenda sem nú er skilgreint sem "óbyggt svæði" fái skilgreininguna "verslunar - og þjónustusvæði". Svæðið er um 28 ha, sjá afmörkun nánar á meðfylgjandi loftmynd. Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti tillöguna. Meirihluti skipulagsnefndar felur skipulagsstjóra að leita umsagna hagsmunaaðila á svæðinu og að láta vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu í landi Hlíðarenda sem síðar verði lögð fyrir nefndina.
Auður Jónasdóttir óskar bókað: Ég hvet til að horft verði til heildarskipulags Hlíðarfjalls og Glerárdals, en að breytingar verði ekki gerðar á smápörtum eftir séróskum hagsmunaaðila.
 
Meðfylgjandi er kynningartexti um svæðið: 

SS Byggir ehf kynnir hugmyndir að frístundabyggð við rætur Hlíðarfjalls!

Um er að ræða glæsileg orlofshús staðsett á draumastað

útilífsfólks með útsýni til allra átta

Hægt er að renna sér heim að húsunum frá skíðasvæði Hlíðarfjalls flesta daga vetrarins en einnig er örstutt í aðra afþreyingu allt árið um kring. Húsin eru aðeins í um 5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar.  Meðal afþreyingar á svæðinu má nefna:

·       Skíðasvæðið Hlíðarfjall, paradís skíða- og brettafólks á Íslandi

·       Akstursvæði KKA, félags torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri

·       Fyrirhugað akstursíþróttasvæði og ökugerði Bílaklúbbs Akureyrar

·       Reiðhöll og keppnissvæði Hestamannafélagsins Léttis

·       Æfingar- og keppnisaðstaða Skotfélags Akureyrar

·       Glerárdalur og Súlur bjóða upp á endalausa möguleika fyrir göngugarpa, vélsleðafólk og aðra unnendur útivistar og náttúru

Lifðu lífinu lifandi og tryggðu þér frábæra dvöl fyrir alla fjölskylduna að Hlíðarenda!

 Til baka