SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
1.12.2009 - Vígsla Naustaskóla

Vígsla Naustaskóla fór fram sl. laugardag við hátíðlega athöfn. Starfsemi skólans hefur þó verið á fullum dampi frá því snemma í haust en fyrst nú gafst tími til þess að fagna þessum 1. áfanga Naustaskóla. Starfsmenn SS Byggis smíðuðu af þessu tilefni, forláta lykil sem afhentur var Hermanni Tómassyni, bæjarstjóra. Lykillinn, sem vakti verðskuldaða athygli, gekk síðan frá bæjarstjóra til Elínar M. Hallgrímsdóttur, formanns skólanefndar. Elín kom lyklinum að lokum til skólastjóra Naustaskóla, Ágústs Frímanns Jakobssonar. Allir sem tóku til máls á hátíðinni lofuðu framkvæmdina og þökkuðu gott samstarf á framkvæmdatímanum.Til baka