SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
17.11.2009 - TAK innréttingar - fréttir

Góð verkefnastaða er hjá Tak innréttingum um þessar mundir og vegur þar þyngst smíði innréttinga í íbúðir og einbýlishús. Einnig hefur hurðasmíði aukist mikið að undanförnu og því óhætt að fullyrða að ný gerftahönnun sé að skila sér í aukinni eftirspurn. Nýja hönnunin gerir alla vinnu við uppsetningu gereftanna einfaldari og fljótlegri. Stofnanahúsgögn eru þar að auki stærri hlutdeild í ár en undangengin ár enda íslenskur iðnaður afar samkappnisfær um þessar mundir. Á verkstæðinu er nú keppst við að framleiða þær pantanir sem á að afgreiða fyrir jól en einnig eru í röðinni þónokkrar pantanir sem fara fyrst í framleiðslu í janúar og febrúar. Að sögn Kristins Skúlasonar, verkstjóra verkstæðis, er markaðssvæði Tak innréttinga allt landið. Kristinn segir viðskiptavini kunna vel að meta áræðnleika afhendinga verkstæðisins og einnig þá ráðgjöf sem Harpa Hafbergsdóttir, innanhússhönnuður veitir viðskiptavinum. Sú ráðgjöf ráði oft úrslitum þegar kemur að ákvarðanatöku um kaup á innréttingum. Hægt er að sjá myndir af innréttingum inn á heimasíðunni undir tengli merktum TAK innréttingar og einnig er upplagt að senda inn fyrirspurnir til Hörpu á netfangið: harpa@tak.is Til baka