SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
2.11.2009 - Myndir frá byggingasvæðum

Hér eru nokkrar myndir frá byggingasvæðum SS Byggis. Eins og sjá má, leikur veðrið við Norðurlandið og kemur það sér afskaplega vel þar sem mörg verkanna kalla á mikla útivinnu þessa dagana. Vel gengur að loka þaki á íþróttamiðstöð við Giljaskóla og  uppsteypa er í fullum gangi við Verkmenntaskóla, áfanga 7B. Uppsteypu og þar með vinnu SS Byggis við Mótorhjólasafnið er hinsvegar lokið. GV gröfur vinna við jarðvegsskipti undir fjölbýlishús við Undirhlíð 3 og gengur sú vinna framar björtustu vonum. Heimasíðan mun halda áfram að fylgjast með framgangi mála og því um að gera að fylgjast vel með á heimasíðu SS Byggis næstu misseri.Til baka