SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
9.2.2009 - Uppsteypu lokið við Naustaskóla
Fimmtudaginn 29. janúar síðastliðinn, runnu síðustu rúmmetrarnir af steypu í steypumótin. Þetta voru síðustu rúmmetrarnir af ca.1.500m³ steypu sem þurfti í burðarvirki skólans. Almennt hefur uppsteypa gengið vel, þrátt fyrir að veður hafi oft verið ansi óhagstætt.
 
Að frágangi utanhúss er það helsta að frétta að einangrun er komin á veggi, uppsetning á gluggum er í fullum gangi, frágangur þakdúks er langt kominn og einnig er verið að vinna í bráðabirgðaklæðningu.
 
Að frágangi innahúss er það helst að frétta að málari er að hefjast handa við að rykbinda loftin. Í framhaldi verður unnið af krafti innan sem utan við byggingu Naustaskóla, og er það áætlun SS Byggir að skila skólaunum  til Fasteigna Akureyrar þann 17. júlí á þessu ári.   Nýbúið er að uppfæra myndir af framgangi byggingu skólans a eftirfarandi tengli.


Til baka