SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
2.7.2008 - UNDIRHLÍÐ SAMÞYKKT Í BÆJARSTJÓRN
Eftirfarandi er tekið af heimasíðu Akureyrarbæjar úr fundargerð Bæjarstjórnar síðan 1. júlí 2008:
 
Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis á reit er markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut var auglýst frá 27. mars til 8. maí 2008.

Haldnir voru tveir opnir kynningarfundir 22. ágúst 2007 og 22. apríl 2008 þar sem tillögur voru kynntar íbúum hverfisins sem og öðrum. Einnig óskaði hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis eftir fundi með skipulagsstjóra þ. 28. mars 2007 þar sem m.a. drög að tillögunni voru kynnt.
5 einstaklingar sendu inn athugasemdir og 2 undirskriftarlistar með alls 457 undirskriftum bárust á athugasemdartíma. Við yfirferð kom í ljós að a.m.k. 37 aðilar voru skrifaðir á báðum listum, 10 voru yngri en 18 ára og 6 með lögheimili utan Akureyrar. (Sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júní 2008).
Í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar 2008, áður en deiliskipulagstillagan var auglýst, mótmæltu átta manns hæð fjölbýlishúsanna við Undirhlíð. Þau voru jákvæð gagnvart lægri íbúðabyggð og þéttingu byggðar á reitnum.

Innihald athugasemda er lýst í fylgiskjali merkt "Undirhlíð - ath. og svör 25.06.2008".

Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 gerir ráð fyrir þéttingu byggðar á reitnum, nýrri íbúðarbyggð með þéttleika allt að 25 íb/ha. Samkvæmt því er heimilt að byggja 57 íbúðir á svæðinu. Skipulagsnefnd fer því fram á að gerð verði leiðrétting í greinargerð hvað fjölda íbúða varðar. Skipulagsstjóra falið að leggja fyrir skipulagsnefnd tillögur frá hönnuðum um nánari útfærslu á formi og efnisvali bygginganna við skil á aðaluppdráttum. Svör við innsendum athugasemdum eru í fylgiskjali merkt "Undirhlíð - ath. og svör 25.06.2008" sem hægt er að nálgast með bókun þessari. Jafnframt verða svörin send til þeirra sem athugasemdir gerðu.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan svo breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.  
Jóhannes Árnason óskar bókað: "Ég greiði atkvæði gegn þessari afgreiðslu. Ég tek undir stóran hluta þeirra athugasemda þar sem því er haldið fram að um sé að ræða of stórkarlalegar byggingar. Þótt yfirleitt sé æskilegt að nýta byggingarland vel þá er hætta á því að svo stór hús verði yfirþyrmandi. Framkvæmdir geta valdið umtalsverðri hættu á skemmdum á mannvirkjum og geta breytt ásýnd svæðisins alls mjög mikið. Eðlilegast væri að hafna þeirri tillögu sem hér er til umfjöllunar og fela skipulagsdeild Akureyrarbæjar að útbúa hóflegri tillögu um byggð á svæðinu. "

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með  7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Odds Helga Halldórssonar, Baldvins H. Sigurðssonar og Dýrleifar Skjóldal.


Sigrún Stefánsdóttir sat hjá við afgreiðslu.


Til baka