SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
13.5.2008 - LOKAÐ VEGNA SPÁNARFERÐAR

Í 8 mánuði hafa starfsmenn SS Byggir ehf. unnið alla virka daga frá kl. 7 - 19 og einnig unnið á laugardögum við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs. Það verk mun hafast í tíma fyrir væntanlega árshátíðar- og afmælisferðar fyrirtækisins til Spánar. Farið verður í beinu flugi frá Akureyri þann 16. maí nk.

Af þessu tilefni verður fyrirtækið lokað frá föstudeginum 16. maí til og með þriðjudeginum 20. maí. Starfsmenn munu síðan mæta til vinnu miðvikudaginn 21. maí hressir og endurnærðir.Til baka