SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
20.3.2008 - UNDIRHLÍÐ
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 18. mars síðastliðin að tillaga SS Byggir ehf. að deiliskipulagi íbúðasvæði á reit er markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut verði auglýst. Tillagan var samþykkt með sjö atkvæðum gegn einu atkvæði en þrír sátu hjá. Skipulagsnefnd hafði áður samþykkt að á fjölbýlishúsunum verði sú kvöð að þau verði fyrir 55 ára og eldri og sú.
 
Með þessari deiliskipulagstillögu er SS Byggir einungis að horfa til suðurhluta svæðisins en tillagan gerir ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum með 70 íbúðum og bílakjallara. Þess má geta að 48 manns hafa skráð sig á lista yfir áhugasama eða væntanlega kaupendur að þessum íbúðum. Útsýnið út fjörðinn svo ekki sé talað um aðra kosti svæðisins t.d nálægð við smábátahöfnina, matvöruverslun handan við götuna hefur sitt að segja.
 
Þeir sem voru búnir að skrá sig á ofangreindann lista yfir áhugasama eða væntanlega kaupendur að íbúð í Undirhlíð er bent á að haft verður samband við þá eftir því sem málið þróast.
 
Tillagan var unnin af arkitektastofunni Kollgátu ehf fyrir SS Byggir ehf..


Til baka