SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
17.3.2008 - SS BYGGIR EHF. 30 ÁRA
SS Byggir ehf. varð 30 ára 16. mars síðastliðinn. Af því tilefni bauð fyrirtækið starfsmönnum sínum í tertukaffi. Sigurður Sigurðsson, eigandi og stofnandi fyrirtækisins hélt stutta ræðu og sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri góð. Næsta verkefni eftir að framkvæmdum lýkur við verslunarmiðstöðina Glerártorg er bygging fjölbýlishúss við Brekatún í Naustahverfi. Þá er beðið eftir leyfi frá bænum vegna byggingu fjölbýlishúsa við Undirhlíð. Sigurður nefndi einnig að í undirbúningi væru ýmis smærri verkefni.
 
Njáll Harðarson, verkstjóri hjá fyrirtækinu, afhenti Sigurði glæsilega ljósmynd af Akureyri og blóm fyrir hönd starfsmanna. Njáll sagði í leiðinni að þetta væri stór áfangi fyrir fyrirtækið ef litið er til þess að þetta er eitt af fáum byggingarfyrirtækjum á Norðurlandi sem náð hefur svo háum aldri. Njáll sagði að ástæðan væri sennilega sú að þetta er eina fyrirtækið sem þorir að ráðast í stórar einkaframkvæmdir og vísaði í máli sínu til stuðnings byggingu fjölbýlishúss við Skálateig.
 
Þess má geta að fyrirtækið mun halda upp á 30 ára afmælið sitt þann 16. maí næstkomandi en þá verður öllum starfsmönnum boðið í 5 daga utanlandsferð. Flogið verður beint frá Akureyri til Barcelona á Spáni og þaðan í bæinn Salou. Árshátíð fyrirtækisins verður haldin í Barcelona.
 
Ljósmyndarar: Haraldur Bergur Ævarsson og Sólveig Rósa Sigurðardóttir


Til baka