SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
21.2.2008 - GLERÁRTORG
Þann 22. maí 2007 hóf SS Byggir framkvæmdir við Glerártorg og verkkaupi er SMI. Byggingin sem nú rís sem viðbót við þá sem fyrir er, er helmingi stærri að flatarmáli.

Langt er liðið á framkvæmdartímann þar sem áætluð skil eru 1. maí næstkomandi. SS Byggir er á áætlun og hefur nú þegar skilað öllum þeim áföngum samkvæmt upphaflega verkplani. Þar má nefna plássi sem Rúmfatalagerinn fékk afhent 1. des og nú síðast skilaði SS Byggir af sér síðustu rýmunum í nýbyggingu fyrir verslanir þann 15. febrúar.

SS Byggir bíður nú eftir að fá afhenda lóðir samkvæmt verkáætlun sem eru sunnan, norðan og vestan við hús. Eins er beðið eftir þakeiningum og þéttingu þaks sem er í höndum verkkaupa. Töf hefur orðið á afhendingu til SS Byggis á rýminu sem Rúmfatalagerinn er nú í, þar sem niðurrif átti að hefjast þar 18. febrúar og af þeim sökum mun það verk dragast. Það rými mun verða aðalgangurinn milli gömlu og nýju byggingarinnar.
 
Hér til vinstri er hægt að fylgjast með framgangi verksins í tenglinum Verkefni undir Núverandi verkefni.


Til baka