SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
26.3.2004 - UPPBYGGING Í MIÐBÆNUM
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum fyrir helgi tillögu umhverfisráðs þess efnis að ganga til samninga við SS Byggi ehf. um uppbyggingu samkvæmt deiliskipulagi á svonefndum ,,Sjallareit” sem afmarkast af Glerárgötu, Strandgötu, Geislagötu og Gránufélagsgötu.

SS Byggir stefnir að því að byggja upp verslunarkjarna og um 40-60 íbúðir á þessu fallega miðbæjarsvæði. En þess má geta að samkvæmt núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir 5-6 hæða húsum á reitnum sem gefur fallegt útsýni þegar upp á efri hæðir væntanlegs húss er komið. Mikill áhugi virðist vera fyrir íbúðum á þessum frábæra stað í miðbænum og viðbrögðin frá því fyrir helgi hafa ekki staðið á sér. Margar tillögur að teikningu hússins eru í bígerð og fjölmargir haft samband í tengslum við það.

Til baka