SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
19.5.2004 - LOKAAFHENDING LEIGUÍBÚÐA
Laugardaginn 15. maí voru síðustu 14 íbúðirnar afhendar í Skálateig 1. Lokafrágangur stendur nú yfir á svæðinu, verið er að klára húsið að utan og einnig verður ráðist í að klára bílakjallarann á næstunni. Íbúðirnar í Skálateig 1 eru allar jafnstórar eða u.þ.b. 65 m2 og eru með einu svefnherbergi og einu vinnuherbergi.

Mikil eftirspurn virðist vera á leigumarkaðinum og það virðist sem stór hópur fólks velji sér að leiga sér húsnæði í stað þess að kaupa. Höfum við því ákveðið að auka við leiguframboð okkar og bjóðum nú íbúðir í Skálateig 3-5 og Lindarsíðu til leigu. Vert er að benda á það eru nokkrar íbúðir lausar bæði til sölu og leigu í Skálateig 3-5, en þær íbúðir eru á tveimur hæðum og eru tæpir 90-115 m2. Einnig eru íbúðir í Lindarsíðu til sölu og leigu sem verður skilað um næstu mánaðarmót og í sumar. Allar upplýsingar um leiguíbúðir er hægt að nálgast í síma 462-6270/462-6277 eða á skrifstofu okkar í Kaldbaksgötu 1, það er alltaf heitt á könnunni.


Til baka