SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
14.6.2004 - BREKKUSKÓLI 2. ÁFANGI
Mikið er um að vera í Brekkuskóla þessa dagana, verið er að gera grunn að nýju húsi þar sem hátíðarsalurinn í gamla húsinu var en hann var rifinn í síðasta mánuði. Einnig hafa starfsmenn skólans verið að bera út alla lausamuni úr gamla húsinu því þann 20. júní verður hafist handa við að rífa allt út úr húsinu. Áætluð skil á gamla húsinu endurbættu er í ágúst 2005 og fer því starfsemi skólans fram í nýbyggingunni á næsta skólaári. Nýbyggingunni verður skilað í byrjun ágúst en skólaárið hefst í kringum 20. ágúst.

Þess má geta að Njáll og Gunnar Rafn, verkstjórar hjá SS Byggir eru búnir að hafa verkstjóraskipti og er Gunnar Rafn búin að taka við Brekkuskóla og Njáll við Skálateig 1-7.

Hægt er að sjá myndir frá framkvæmdum verksins með því að smella á hnappinn “verkefni” hér til vinstri þar kemur undirsíða sem heitir “núverandi verkefni” og þá er hægt að velja “skoða myndir".
 

Til baka