SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
9.8.2004 - BALDURSHAGI Í BÆJARSTJÓRN 10. ÁGÚST
Þriðjudaginn 10. ágúst verður umsókn SS Byggir ehf. um stækkun lóðar og byggingu fjölbýlishúss við Baldurshaga tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi.

Málið hefur nú farið sína leið gegnum kerfið. Fyrst var haldinn almennur kynningarfundur fyrir bæjarbúa, en þangað mætti fjöldi fólks. Þá var það tekið fyrir í umhverfisráði þar sem það lagði til við bæjarstjórn að umsækjanda verði heimilað að fullvinna deiliskipulagstillögu á grundvelli hugmyndar sem lögð var fyrir ráðið. Jafnframt var umhverfisdeild falið að setja fram tillögu að samsvarandi breytingu á aðalskipulagi. Því næst var málið tekið fyrir á fundi bæjarráðs í fjarveru bæjarstjórnar en þar var tillaga umhverfisráðs samþykkt með meirihluta atkvæða en þrátt fyrir það vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu þrátt fyrir það að bæjarráð hafi haft vald til fullnaðarafgreiðslu. Tilvísun til bæjarstjórnar kom frá bæjarráðsmönnunum Valgerði H. Bjarnadóttur og Sigrúni Björk Jakobsdóttur, og áheyrnarfulltrúanum Oktavíu Jóhannesdóttur.

Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9 og hefst hann kl. 16.00. Frekari upplýsingar um fundinn er hægt að finna á vefsíðunni www.akureyri.is undir flipanum “stjórnkerfið” “Bæjarstjórn”. Einnig verður sjónvarpað frá fundinum sama dag kl. 20.30 á Aksjón.

Til baka