SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
11.8.2004 - BREYTINGAR Á LÓÐ BREKKUSKÓLA
Miklar breytingar verða á allri lóð Brekkuskóla í takt við nýja byggingu. Lóðin er óðum að taka á sig mynd þar sem nú styttist í skólabyrjun.

Ein stærsta breytingin sem verður á lóð skólans er sú að þar verður settur sparkvöllur KSÍ en slíkir vellir verða settir upp út um allt land í samstarfi við KSÍ. Sparkvellirnir eiga að vera smækkuð mynd af hefðbundnum knattspyrnuvelli, lagt gervigrasi, upphitað og upplýst svo hægt sé að spila allt árið um kring. Sparkvöllurinn í Brekkuskóla verður ábyggilega einn af sérstakari völlum landsins, þar sem hann verður niðurgrafinn.

Önnur breyting á lóð skólans er sú að langur og hár veggur hefur verið steyptur meðfram götunni til þess eins að halda veginum í skorðum. Einnig hafa stórir og miklir moldarhólar verið settir upp vestan við nýbygginguna sem hefur að geyma tré og runna.

Myndirnar sem fylgja sýna upphaf framkvæmda en gröftur á svæðinu hefur aukist til muna síðan þessar myndir voru teknar. 

Til baka