SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
14.4.2005 - BALDURSHAGA-HUGMYNDIR
Baldurshagi fer fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar þriðjudaginn 26. apríl nk.

SS Byggir og Kollgáta hafa að undanförnu verið að vinna að fyrstu tillögum að tveimur 7 hæða fjölbýlishúsum. Gerð hefur verið tillaga að útliti hússins og hvernig íbúðir muni væntanlega líta út. Eftirfarandi punktar hafa verið teknir saman í tengslum við fyrstu tillöguteikningarnar:

01. Húsið verður klætt stáli á öllum veðrunarflötum.

02. Veggir inn á svölum verða timburklæddir.

03. Uppbygging gólfa: Steypt plata, einangrunardúkur (33.db) og Anitrín múrflot.

04. Gólfhiti verður í öllum íbúðum.

05. Uppbygging gólfa leyfir flísalögn og niðurlímt parket.

06. Snjóbræðslulögn verður á öllum svölum og göngum

07. Snjóbræðslulögn verður í gönguleiðum utandyra.

08. Gluggar verða viðhaldslitlir úr áli og timbri.

09. Glerlokunarkerfi verður á öllum einkasvölum.

10. Glerlokunarkerfi verður á göngusvölum

11. Útsýni til þriggja átta úr öllum íbúðum

12. Göngufæri í miðbæ og á Glerártorg

13. Bílastæði í kjallara fylgja flestum íbúðum

14. Þjónustuíbúð/félagsaðstaða verður tekin frá og boðin húsfélagi til kaups á seinni stigum.

15. Á lóðinni verður garður með bekkjum og púttvelli.


Til baka