SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
18.3.2005 - DEILISKIPULAG SJALLAREITSINS
Á fundi sínum 9. febrúar samþykkti umhverfisráð að heimila áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögu á grundvelli hugmynda um þrjá 16 hæða turna á Sjallareit, með alls 150-170 íbúðum. Hugmyndirnar, sem unnar eru af Orra Árnasyni á Zeppelin-arkitektastofu, voru lagðar fyrir ráðið af hálfu byggingafyrirtækisins SS-Byggis, en bæjaryfirvöld hafa gert samkomulag við fyrirtækið um að það gangist fyrir uppbyggingu reitsins og annist gerð deiliskipulags í samráði við bæjaryfirvöld.

Í hugmyndunum felst að á svæðinu verði byggt tveggja hæða verslunar- og bílageymsluhús að grunnfleti 8.365 m². Ofan á þetta hús komi síðan þrír 14 hæða íbúðaturnar með um 150-170 íbúðum. Heildarflatarmál bygginga verði um 25.165 m². Hámarkshæð bygginga verði 47 m.

Í bókun umhverfisráðs segir m.a.: "Umhverfisráð tekur jákvætt í tillöguna og heimilar umsækjanda að gera deiliskipulagstillögu er byggir á framkomnum hugmyndum, tillöguna skal vinna í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa. Áður en tillagan er lögð fyrir umhverfisráð skal liggja fyrir samkomulag við alla eigendur lóða og fasteigna sem deiliskipulagið mun ná til."

Við umræðu um málið í Bæjarstjórn 15. febrúar var eftirfarandi tillaga að bókun samþykkt með 11 atkvæðum, en að öðru leyti ekki tekin afstaða til afgreiðslu umhverfisráðs:

"Bæjarstjórn Akureyrar vill af gefnu tilefni ítreka að hún stendur heilshugar að baki hugmyndasamkeppni Akureyrar í öndvegi og ekki stendur til að spilla fyrir forsendum keppninnar. Bæjarstjórn mun skoða vel þær tillögur keppenda sem bestar þykja og reyna að sjá til þess að uppbygging miðbæjarins verði í samræmi við þá heildarsýn sem ætla má að myndist í kjölfar keppninnar.
Mikilvægt er að hafa í huga við umræðu um skipulagsmál á svokölluðum Sjallareit að áherslur hafa verið í mörg ár hjá bæjaryfirvöldum um að þétta þar byggð og þær hugmyndir sem nú eru uppi hafa verið í umræðu á vettvangi bæjarmála í rúmt ár. Fyrir liggur að vinna við deiliskipulag á þessum reit er enn á frumstigi og engra frekari ákvarðana að vænta í því fyrr en löngu eftir að úrslit hugmyndasamkeppninnar liggja fyrir."

Tekin af www.akureyri.is


Til baka