SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
31.5.2005 - SKÓFLUSTUNGA Í BALDURSHAGA
Fyrsta skóflustungan að tveimur 7 hæða fjölbýlishúsum við Baldurshaga var tekin sl. föstudag. Það var Eiríkur Stefánsson væntanlegur íbúi í Baldurshaga sem tók skóflustunguna að viðstöddum starfsmönnum SS Byggir og öðrum væntanlegum kaupendum að íbúðum á þessum stórglæsilega stað í miðbæ Akureyrar. Boðið var uppá grill í góðu veðri og aðrar léttar veitingar en einnig var fólki boðið að fara upp í 4.hæð og sjá útsýnið þaðan í allar áttir.

Eftirspurn eftir íbúðum á þessum frábæra stað hefur verið mjög mikil og hafa færri komist að en vilja.

Til baka