SS BYGGIR EHF
SS BYGGIR EHF
Starfsmenn
15.2.2005 - HÁHÝSI Í HJARTA BÆJARINS
SS Byggir ehf. áformar að reisa þrjá 14 hæða íbúðaturna á svokölluðum Sjallareit í miðbæ Akureyrar. Nýjustu hugmyndir að útliti hússins sem teiknaðar eru af Orra Árnasyni hjá Zeppelin Arkitektum voru kynntar umhverfisráði í síðustu viku og njóta þær stuðnings og falla vel að markmiðum Akureyrarbæjar um þéttingu byggðar á miðbæjarsvæðinu.

Á tveimur neðstu hæðunum verða verslunarrými og bílageymsluhús en þar ofan á koma þrír 14 hæða íbúðaturnar með um 150-170 íbúðum. Markmið SS Byggir er að byrja á því að fullgera hvern turn fyrir sig. SS Byggir gerir ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um 3-4 ár.

Til baka